Borat heldur áfram að hneyksla

Nú er enn einn aðilinn kominn í hóp þeirra sem lögsótt hafa 20th Century Fox vegna kvikmyndarinnar Borat. Maðurinn sést í myndinni þar sem hann flýr skelfingu lostinn undan Sacha Baron Cohen og öskrar á hann að hypja sig í burtu.

Það hafa þegar borist a.m.k. þrjár aðrar kærur vegna myndarinnar auk margra annarra kvartana frá fólki sem segir að það hafi verið platað til að koma fram í þessari gerviheimildarmynd.

Ein lögsóknin kom frá tveimur ungum mönnum en í kvikmyndinni er sena þar sem þeir drekka og láta í ljós kynþáttahatur. Þeir sögðu senuna varpa svörtum blett á mannorð sitt. Þeir töpuðu málinu.

Önnur lögsóknin kom frá tveimur íbúum bæjar nokkurs í Rúmeníu. Þeir héldu því fram að kvikmyndin gæfi ranglega í skyn að íbúar bæjarins væru allir hlynntir fóstureyðingum, nauðgunum, vændi og þjófóttir í ofanálag. Sá hluti myndarinnar sem fer fram í Kazakhstan var nefnilega tekinn upp í Rómaníu.

Maður frá Suður Karólínu kærði líka en það var vegna baðherbergissenu sem rataði ekki í lokaútgáfu kvikmyndarinnar.