Spyglass Entertainment hefur ákveðið að skella sér í þann bransa að reyna að ná sér í nokkra dollara með því að mjólka ofurhetju/teiknimyndabransann meðan hann er heitur. Þeir ætla sér að búa til kvikmynd úr teiknimyndaseríu frá 6. áratugnum, sem heitir Underdog. Fjallaði hún um varðhundinn Underdog sem breyttist í ofurhund eftir að furðulegt efni slettist á hann. Hann á sér kærustu sem heitir Polly Purebred, og óvin sem heitir Riff Raff. Myndin verður bæði kvikmynduð og tölvuteiknuð og verður einnig ömurleg.

