CBS hefur lokað 20 verkefnum sem voru í þróun, mestmegnis dramaþættir, vegna verkfalls handritshöfunda. Þessi verkefni munu hafa mikil áhrif á þætti þeirra sem verða frumsýndir 2008-09. Aðrar sjónvarpsstöðvar, Fox, NBC og ABC hafa neitað að gera það sama og CBS, en grunur leikur á að þau munu hafa um lítið annað að velja ef verkfallið dregst á langinn, en þetta er 12.vikan sem verkfallið stendur yfir.

