Hinn stórskemmtilegi Jackie Chan mun leika aðalhlutverkið í nýrri útgáfu af Around The World In 80 Days, byggðri á klassískri skáldsögu Jules Verne. Í þessari útgáfu leikur Chan Passepartout, en hann ákveður að slást í för með Phileas Fogg á ferð hans um heiminn. Á leiðinni kynnir hann Fogg fyrir þeirri menningu sem fyrir þeim verður, ásamt því að nota lipurð sína og bardagahæfni til þess að vernda hann fyrir ýmiskonar hættum sem verða á vegi þeirra. Engir aðrir leikarar hafa enn verið ráðnir.

