Leikarinn George Clooney gerðist sendiherra friðs um gjörvallan heim á vegum Sameinuðu Þjóðanna núna á fimmtudaginn. Það var enginn vafi að leikarinn dró að sér mikinn fjölda af aðdáendum þegar hann tók við titlinum.
Síðustu ár hefur Clooney verið sterkur aktívisti þegar kemur að stríðinu í Darfur. Sagt er að með titlinum geti hann betur einbeitt sér að því að stilla til friðar á því svæði. Hann var einmitt nýkominn úr 2 vikna ferð í Súdan þegar hann tók við titlinum.
„Ég spila mikilvægt hlutverk í þessu ósætti í stríðinu. Þegar ég stóð þarna inni í spítala við hliðina á konum sem höfðu verið nauðgað og kveikt í tveim dögum fyrr þá litu þær á mig og báðu mig um að senda Sameinuðu Þjóðirnar til að hjálpa þeim. Heimurinn er að leita eftir stuðningi okkar og okkur má ekki mistakast.“ sagði Clooney í viðtali um reynslu sína í Darfur.
Hans fyrsta verk er víst að einbeita sér að því að koma fleiri þyrlum á hersvæðið þar sem samgöngur eru takmarkaðar og þyrlur víst eini mátinn til að koma matvælum til fólks sem á bágt.

