Crash verður að þáttaröð

Framleiðendur Crash myndarinnar sem vann óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2006 hafa samþykkt að byggja þáttaröð á myndinni. Þættirnir verða 1 klukkustund að lengd og verða framleiddir af Lionsgate. Búist er við að framleiðsla verði hafin með vorinu og þættirnir frumsýndir í lok ársins.

Paul Haggis, Bobby Moresco, Bob Yari, Don Cheadle, Mark R. Harris og Tom Nunan eru framleiðendurnir sem hafa ákveðið að stíga þetta skref. „Þáttaröðin mun veita tækifæri fyrir okkur að dvelja aðeins lengur í persónum myndarinnar. Ég held þú getir ekki gert 13 þætti sem fjalla á beinan þátt um myndina og haldið fólki áhugasömu. Þú verður að leyfa þér að byggja meira í kringum persónurnar og ná að aðgreina þær frá hvort öðru.“, sagði sögðu framleiðendur myndarinnar.

Þættirnir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Starz sem er aðgengileg í 16 milljónum heimila, en Lionsgate framleiðir þættina ásamt því að framleiða aðra þætti eins og t.d. Weeds.