Stuðmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd á dögunum og var ávallt búist við miklum vinsældum, en svo virðist sem myndin hafi slegið hvert aðsóknarmetið á eftir öðru víða um heim, þ.á.m. vestanhafs.
Myndin halaði inn 205 milljónum Bandaríkjadala um helgina – eða um 30,7 milljörðum íslenskra króna og er þar með orðin tekjuhæsta R-rated mynd (þ.e. bönnuð innan 17 ára í Bandaríkjunum) sögunnar og slær því út frumsýningu á fyrstu Deadpool myndinni ($132,4 milljónir) og Deadpool 2 ($125,5 milljónir.)
Deadpool & Wolverine skaust einnig í 8. sætið yfir stærstu opnunarhelgar allra tíma, rétt á milli The Avengers og Black Panther.
Ísland var svo sannarlega engin undantekning og fóru ofurhetjurnar ósigrandi létt með að velta hrollvekjunni Longlegs úr sessi. Alls hafa tæplega 15 þúsund Íslendingar séð hana frá því hún var frumsýnd.