„Þetta er þitt yfirráðasvæði, og er því á þinni ábyrgð. Reddaðu þessu,“ eru skilaboðin sem Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fær frá yfirboðara sínum í fyrstu stiklu úr nýrri mynd hans og annars Óskarstilnefnds stórleikara, Laurence Fishburne, Running with the Devil.
Kvikmyndin er glæpa – og dóptryllir, í leikstjórn Jason Cabell ( Smoke Filled Lungs ), og segir frá yfirmanni alþjóðlegs eiturlyfjahrings, The Boss, sem sendir tvo bestu menn sína til að rannsaka hvarf heilu skipsfarmanna af kókaíni.
Aðrir helstu leikarar eru Barry Pepper, Adam Goldberg, Leslie Bibb, Clifton Collins Jr., Peter Facinelli, Christian Tappan, Natalia Reyes og Cole Hauser.
Eins og sést á leikaralistanum er þarna valinn maður í hverju rúmi, og vonandi að myndin verði góð með poppkorninu.
Running with the Devil verður frumsýnd bráðlega í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, en fer svo á VOD þar ytra þann 20. desember. Vonandi skilar hún sér á klakann einn daginn, enda á Cage sér stóran hóp aðdáenda hér á landi.
Kíktu á stikluna og plakat hér fyrir neðan: