Kvikmyndaleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Michael Douglas hefur leikið mörg eftirminnileg hlutverk um dagana, en í nýrri HBO sjónvarpsmynd túlkar hann einn af eftirminnilegri karakterum skemmtanabransans í Bandaríkjunum, sjálfan Liberace.
Út er komin 30 sekúndna löng kitla sem sýnir Douglas í fullum skrúða, í gervi þessa litskrúðuga píanóleikara og skemmtikrafts.
Sjáðu kitluna hér fyrir neðan:
Myndin heitir Behind the Candelabra og í kitlunni sjáum við Douglas fara fimum fingrum um píanóið, í skrautgalla með stóra hringa á nærri hverjum fingri.
Einnig sjáum við Douglas bregða fyrir í baði með elskhuga sínum Scott Thorson, sem leikinn er af engum öðrum en Óskarsverðlaunahafanum Matt Damon.
Sjónvarpsmyndinni er leikstýrt af Steven Soderbergh en hún er byggð á sjálfsævisögu Thorson.
Samband Liberace og Thorson var aldrei opinbert, en Thorson krafðist 113 milljóna dollara í framfærslueyri frá söngvaranum og höfðaði mál á hendur honum vegna þess árið 1982.
Behind the Candelabra verður frumsýnd 26. maí nk. á HBO sjónvarpsstöðinni bandarísku.