Jarðarför Heath Ledgers munu fara fram í Ástralíu eftir aðeins nokkra daga, en núna nýlega bárust nýjar upplýsingar varðandi undanfarinn lífstíl hans, þá sérstaklega í tengslum við samband hans við leikkonuna Michelle Williams.
Í nýlegu viðtali fullyrti JD Heyman, ritstjóri People Magazine, að Ledger hafi verið mikið „partýdýr“ og að eiturlyf hafi spilað mikinn þátt í lífi hans, a.m.k. núna seinustu mánuðina.
Legder átti að hafa verið í miklu eiturlyfjaveseni og neytti hann kókaín einna helst. Þetta vandamál leiddi til þess að hann og Williams skildu, og sagði hún jafnvel sjálf að þetta hafi bitnað mest á sambandinu þeirra, en að hann hafi engu að síður verið afbragðsgóður faðir gagnvart hinni tveggja ára gömlu Mathildu.
Williams og Ledger héldu góðu vinasambandi samt sem áður og þótti henni afar vænt um hann. Hún sagði líka að hann hafi tekið sambandsslitinu afar illa, en þau hættu saman núna í September á síðasta ári.
Heyman sagði einnig að Jake Gyllenhaal, mótileikari Ledgers í Brokeback Mountain, væri í miklu rústi þessa dagana eftir andlátið. Hann á víst í miklum erfiðleikum með fókusinn en hann er einmitt í miðjum tökum á myndinni Brothers, þar sem Natalie Portman og Tobey Maguire eru einnig í aðalhlutverkum.
Sagt er að Jake þurfi góðan tíma til að jafna sig, sem er auðvitað skiljanlegt þar sem að hann þótti mjög góður vinur Ledgers og sagði Heath m.a.s. sjálfur fyrir löngu síðan að Jake væri einhver léttlyndasti og viðkunnanlegasti maður sem hann hefði unnið með á kvikmyndasetti.

