Á hverju plakati fyrir The Dark Knight Rises er gefið sterkt til kynna að harkan sé komin í hámark að þessu sinni, og ætti að vera ljóst að Christopher Nolan muni veita okkur epískan og vonandi áhrifaríkan lokasprett á þessum gullfallega þríleik.
Nú getið þið séð nýjasta bíóplakat myndarinnar og hvernig það er nokkurn veginn í stíl við lokaplakat forvera síns. Þið getið séð þau bæði hér fyrir neðan.
Segið svo hvað ykkur finnst um þetta nýja plakat.
Er þetta það flottasta hingað til?
Er Bane plakatið flottara?
Eldurinn rís þann 20. júlí vestanhafs, en við Íslendingar fáum myndina því miður heilli viku á eftir Bandaríkjunum. Ætli það sé ekki gjaldið fyrir það að hafa fengið að njóta The Avengers heilli viku á undan Bandaríkjamönnum?
Hér er annars nýjasti trailerinn aftur – og það er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að kíkja á hann enn einu sinni.