Fincher skiptir um gír

Hinn frábæri leikstjóri David Fincher hefur ákveðið að skipta alveg um gír, og gera mynd ólíka öllu öðru sem hann hefur gert hingað til. Ætlar hann að leikstýra mynd að nafni The Lords of Dogtown, og er þroskasaga ungs fólks sem lifir og hrærist í hjólabretta og brimbrettamenningu 8. áratugarins. Handritið var upphaflega skrifað af Stacy Peralta, sem leikstýrði sjálf heimildamyndinni Dogtown and Z-Boys sem fjallar um svipað efni. Reyndar hefur leikstjórinn Roger Avary verið fenginn til þess að endurskrifa handrit myndarinnar eitthvað. Stefnt er að því að byrja að taka myndina upp á þriðja fjórðungi þessa árs, enda hefur tökum á þriðju Mission: Impossible myndinni verið frestað fram á næsta ár, en Fincher mun einmitt leikstýra henni.