Fyrsta myndin úr Max Payne!

Jæja, tölvuleikjaunnendur ættu nú að vera spenntir þar sem að styttist í einn vinsælasta noir-byssuleik síðari ára, og þó… Hitman fékk nú afskaplega misjafna dóma, þannig að maður spyr sig hvort að fólk sé eitthvað bjartsýnt fyrir þessari.

Engu að síður, þá fer Mark Wahlberg með titilhlutverkið. Ef að fólk á erfitt með að taka hann í sátt sem sjálfur Max Payne vegna þess að hann þykir ekki nógu „svalur,“ þá ráðlegg ég þeim einstaklingum að horfa á manninn í The Departed, en þar lék hann einmitt langsvalasta gaur myndarinnar. Einnig stóð hann sig vel í Shooter.

Myndin er síðan leikstýrð af John Moore, sem þekktastur er fyrir að endurgera Flight of the Phoenix og The Omen.

Myndina sjáið þið hér fyrir neðan. Annars er Max Payne væntanleg í bíó í kringum október.