Fyrsta stafræna sýningarvélin á Íslandi

Nýlega tóku SAMbíóin í notkun fyrstu Stafrænu-sýningarvélina ( Digital )á Íslandi í SAMbíóunum Kringlunni. Bylting er þetta bæði í hljóðgæðum sem og myndgæðum. Stafræna tæknin er fyrsta nýjungin í kvikmyndhúsum síðan Dolby Digital hljóðkerfið kom inn á markaðinn fyrir rúmum 5 árum.

Stafrænt bíó, þýðir betri mynd, betra hljóð, betri upplifun. fyrsta myndin sem sýnd verður í þessu kerfi er Mission Impossible III og er óhætt að segja að hún sé verðug til að ríða á vaðið í þessari byltingu sem stafræna kerfið á eftir að vera.

Það er alltaf gaman að sjá frumkvöðlastarfsemi í bíóhúsum á litla klakanum, og mun þetta án efa njóta vinsælda hjá kvikmyndaunnendum landsins.