Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni The Imitation Game var birt í dag, en í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk stærðfræðingsins Alan Turing, sem kallaður hefur verið faðir tölvunarfræðinnar.
Meðal þess sem Turing er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Turing var síðan sakfelldur fyrir samkynhneigð árið 1952, þar sem refsingin var gelding með lyfjagjöf, þá tók Turing eigið líf, aðeins 41 árs gamall.
Leikstjóri er Morten Tyldum og aðrir leikarar eru helstir þau Keira Knightley, Mark Strong og Matthew Goode.
Myndin verður frumsýnd þann 14. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.