Heath Ledger í sólskininu

Heath Ledger ( A Knight’s Tale ) hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Our Sunshine, en hún mun fjalla um áströlsku þjóðhetjuna Ned Kelly. Goðsögnin um Kelly þennan hefur vaxið sífellt frá því að hann lést og hefur hann verið kallaður faðir ástralskar þjóðernishyggju. Hann var eins konar Hrói Höttur sem stal og skaut til þess að vernda fólk sitt og hefst myndin þegar hann safnar saman gengi sínu í fyrsta sinn, en lýkur þegar hann og þeir eru hengdir í Melbourne. Myndinni verður leikstýrt af Gregor Jordan (Buffalo Soldiers).