Nýtt videoblogg, hvorki meira né minna en 14 mínútna langt, er komið úr herbúðum Hobbitans, þar sem sýnt er fyrst frá heimsókn Peter Jackson og félaga til ComicCon í San Diego, og þar eftir myndskeiðið sem þau sýndu þar á ráðstefnunni, frá loka tökudögum myndanna tveggja (eða hvað). Sjón er sögu ríkari:
Háskerpuútgáfu af myndbandinu má finna á Facebook síðu Jacksons. Hjá aðdáenda síðunni The One Ring má svo finna samantekt um nánast allt Hobbitatengt sem gerðist í ComicCon.
Nú þegar TDKR er alveg að detta í bíó hlýtur þetta að vera sú kvikmynd sem mest eftirvænting er fyrir það sem eftir er af árinu. Hvað sem öllum þrívíddartilraunum og 48 römmum á sekúndu líður. Reyndar er ég mjög spenntur að sjá hvernig það kemur út – vona bara að það verði hægt hér á landi.
The Hobbit: An Unexpected Journey kemur í bíó 26. desember. Í helstu hlutverkum eru Martin Freeman, Ian Holm, Ian McKellen, Richard Armitage, Graham McTavish, Ken Stott,Aidan Turner, Dean O’Gorman, Mark Hadlow, Jed Brophy, Adam Brown, John Callen, Peter Hambleton, William Kircher, James Nesbitt, Stephen Hunter,Christopher Lee, Elijah Wood, Orlando Bloom, Evangeline Lilly, Andy Serkis, Hugo Weaving, Benedict Cumberbatch, Mikael Persbrandt, Lee Pace, Stephen Fry, Cate Blanchett, Sylvester McCoy, Jeffrey Thomas, Mike Mizrahi, Bret McKenzie, Ryan Gage, Barry Humphries, Conan Stevens og John Bell.