Ástralski leikarinn Hugh Jackman birti mynd af sér í hlutverki Vincent, fyrir kvikmyndina Chappie á netinu í gær. Það má með sanni segja að það hafi vakið lukku netverja að Jackman skarti hinni alræmdu hárgreiðslu, mullet, fyrir hlutverkið.
Chappie er nýjasta verk Suður-Afríska leikstjórans, Neil Blomkamp. Myndin er byggð á stuttmynd sem Blomkamp gerði árið 2004 og kallast Tetra Vaal. Myndin fjallar í stuttu máli um vélmennalöggur í fátækrahverfum í Suður Afríku, og eiga tökur sér stað í Jóhannesarborg þessa dagana.
“Dagur 1. Vincent er fæddur, rokkandi mullet. Ég er að vinna með Neill Blomkamp í Suður Afríku. Þessi mynd verður frábær,“ skrifar Hugh Jackman á Instagram-síðunni sinni.
Með önnur hlutverk í myndinni fara meðal annars Dev Patel, með hlutverks manns í fátækrahverfi sem er umvafið vélmennalöggum. Sharlto Copley mun einnig leika í myndinni og fer þar með hlutverk vélmennalöggu. Verður þetta því í þriðja skipti sem hann vinnur með Blomkamp. Copley hefur áður leikið aðalhlutverkið í District 9 og fer með aukahlutverk í Esylum.