Leikstjórinn knái Chris Columbus hefur sagt að hann ætli sér ekki að leikstýra fleiri en tveimur Harry Potter myndum. Hann segir að hann hyggist flytja aftur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína að seinni myndinni lokinni, en hann hefur þurft að dveljast í Englandi undanfarin ár til þess að vinna að myndunum. Þá vaknar sú spurning hver eigi að taka við leikstjórnartaumunum, og hafa helst þeir Kenneth Branagh, en hann leikur einmitt sjálfur í Harry Potter 2, og Alfonso Cuaron ( Y Tu Mamá También ) verið nefndir til sögunnar. Warner Bros. kvikmyndaverið eru víst verulega ánægðir með það hvernig honum tókst að láta myndina Little Princess líta út fyrir að vera mun dýrari en hún var, og hvernig honum tókst að láta tæknibrellur falla vel inn í söguna. Hins vegar er Branagh virtur leikari og leikstjóri, og það auðveldar vissulega málið ef hann hefur þegar hafið vinnu við myndina sem leikari. Nú verður bara að koma í ljós hvernig á málinu verður tekið.

