Bond-fíklar og Daniel Craig unnendur bíða eflaust spenntir eftir nýjasta eintakinu í Bond seríuna, sem væntanlegt er í nóvember á þessu ári… Eða hvað?
Samkvæmt heimasíðunni TimesOnline hefur framleiðsla Quantum of Solace verið tímabundið sett á bið, þar sem að framleiðendur eru yfir sig hræddir um hina svokölluðu „framleislubölvun.“
Til að útskýra málið aðeins betur hafa nokkur grafalvarleg slys orðið við tökur nú upp á síðkastið. Liðið stóð í miðjum tökum í Ítalíu þegar þessi sería af óþægilegum uppákomum tíðkaðist, og allt þetta skeði á viku.
Fyrsta slysið kom uppá á laugardegi þegar að maður að nafni Jonathan Fraser, starfmaður Aston Martin fyrirtækisins, var að skutlast með sportbíl á settið þegar að hann skyndilega missti stjórn á ökutækinu og í kjölfarið gjöreyðilagðist bíllinn.
Á mánudeginum lenti síðan áhættuleikari í stórslysi í miðjum tökum á bílaeltingarleik.
Á miðvikudeginum héldu tökur áfram á þessum eltingarleik en þá slösuðust tveir áhættuleikarar, en annar þeirra liggur nú á spítala í Verona og er talið líklegt að hann starfi ekki aftur á næstunni.
Hvorki leikstjórinn né Daniel Craig var á settinu þegar að þetta gerðist, þar sem að þessar senur voru teknar upp af öðru tökuliði (second unit).
Menn héldu síðan að það versta væri afstaðið, en hörmungin náði hápunkti þegar maður nokkur stoppaði síðan við á tökustaðnum í síðustu viku til að fylgjast með hasarnum, en fékk hann skyndilega hjartaáfall og dó, sem auðvitað varð til þess að framleiðslu var lokað um óákveðin tíma.
Það er sterklega haldið því fram að einhvers konar bölvun hvíli á framleiðslu Quantum of Solace. Þessi framleiðslubölvun hefur hitt á aðrar kvikmyndir á borð við Valkyrie (þar sem að 11 stadistar féllu úr flutningabíl), The Exorcist (9 dauðsföll á setti) og The Crow (sem er e.t.v. þekktasta dæmið – þar sem að aðalleikarinn lést í miðjum tökum, og sést dauði hans á skjánum).
Framleiðendur segja að Quantum of Solace verði enn frumsýnd á sama tíma og ætlast er, en skýrist framhaldið eflaust nú á næstu dögum varðandi einhverjar breytingar.

