I am Legend setur nýtt desember met!

I am Legend, nýja stórmyndin með Will Smith setti met um helgina þar sem hún græddi kringum 77,4 milljón dali og þá bara í Bandaríkjunum.  Árið 2003 átti Lord of the Rings: The Return of the King metið þar sem hún græddi 72,6 milljónir, þetta er semsagt nýtt desember met í Bandaríkjunum sem bendir einnig til þess að I am Legend eigi eftir að græða meira en nóg í bíóhúsum.  


I am Legend hefur hingað til grætt um 97 milljón dali kringum allan heim og myndin er væntanleg til Íslands þann 26. des 2007.