Ilmar Ridley Scott?

Hin fræga skáldsaga Patrick Suskind, Ilmurinn ( Perfume: The Story of a Murderer upp á engilsaxneskuna ) gæti nú orðið að kvikmynd leikstýrt af hinum fornfræga leikstjóra Ridley Scott þó hann hafi ekki enn staðfest fréttina. Constantin Films keyptu kvikmyndaréttinn þegar höfundurinn dó, en hann hafði víst hafnað leikstjórum eins og Tim Burton og Martin Scorcese og vildi helst að Stanley Kubrick heitinn myndi leikstýra mynd gerð eftir bók hans. Það gengur víst ekki úr þessu, og fengu Constantin Films handritshöfundinn Caroline Thompson ( Edward Scissorhands , The Nightmare Before Christmas ) til þess að skrifa handritið með Scott í huga sem leikstjóra. Myndin myndi þá fjalla um mann sem fæðist án sinnar eigin lyktar, en með gríðarlegt lyktarskyn. Í óendanlegri leit sinni að hinni fullkomnu lykt leiðist hann út í raðmorð, og verða afleiðingarnar ógnvænlegar.