Íslensk skopstæling á Drakúla

Framleiðslufyrirtækið Flying Bus, sem samanstendur af ungum kvikmyndagerðarmönnum, þeim Arnóri E. Kristjánssyni, Heimi S. Sveinssyni og Knúti H. Ólafsyni, er iðið við kolann og hefur nú sent frá sér stuttmyndina Drakúla.

drakkk

Fyrri stuttmyndir fyrirtækisins,  „Öfugmæli“, „Ítalskt Kaffi“ og „Spænskir Sandar“ hafa allar verið birtar hér á kvikmyndir.is, en segja má að þessi nýja mynd sé sú metnaðarfyllsta til þessa, enda er hún einar 15 mínútur að lengd.

Flying Bus vitnar gjarnan í kvikmyndasöguna og skopstælir þekktar kvikmyndir, og þannig er því einnig farið í Drakúla þar sem mynd Tod Browning, Dracula, frá árinu 1931 er skopstæld en í henni lék Bela Lugosi hlutverk blóðsugunnar Drakúla.

Horfðu á stuttmyndina hér fyrir neðan: