Það er mjög óvenjulegt val finnst mér að ráða engan annan en Jake Gyllenhaal í titilhlutverk Prince of Persia: Sands of Time sem Bruckeheimerinn er að framleiða. Bruckheimer er greinilega hugsa mikið um peninginn sinn þar sem hann tekur enga áhættu við að ráða óþekktari leikara sem lítur aðeins meira út fyrir að vera frá miðausturlöndunum, jafnvel leikari eins og Orlando Bloom myndi sleppa útlitslega séð en Jake er einum of vestrænn fyrir svona hlutverk að mínu mati. Leikkonan Gemma Arterton sem verður í Quantum of Solace, næstu Bond myndinni verður víst aðalkvenhlutverkið en hún hefur þetta ‘exotíska’ útlit sem ætti að henta vel fyrir myndina.
Prince of Persia: Sands of Time er væntanleg í bíó þann 16. júní 2009, sjáum til hvernig áhrif þetta sérstaka leikaraval mun hafa á myndina…

