Íslenski sálfræðitryllirinn Kuldi er áfram vinsælasta myndin á landinu. Hún lét hrollvekjuna The Nun 2 ekki hræða sig af toppinum þrátt fyrir að djöflanunnan Valek hafi náð að lokka 2.700 manns í bíó um helgina. Til samanburðar mættu 3.400 manns á Kulda.
Samtals eru tekjur Kulda frá frumsýningardegi nú orðnar 27 milljónir króna.
Þriðja vinsælasta kvikmyndin á landinu er Barbie um samnefnda ofurpíu og kærastan Ken. Heildartekjur Barbie eru nú orðnar 131 milljón króna en myndin er orðin vinsælasta kvikmynd ársins á alþjóðavísu.
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: