Ástralska og breska dreifingarfyrirtækið The Winstein Co. hefur tryggt sér dreifingaréttinn á kvikmyndinni Death Defying Acts, sem byggist lauslega á ævisögu Harry Houdinis.
Leikstjóri myndarinnar er Gillian Armstrong (Charlotte Grey, Oscar and Lucinda) og áætluð frumsýning er á Cannes kvikmyndahátíðinni næsta vor.
Myndin segir frá ástarsambandi sjónhverfingamannsins Houdini og miðils sem reynir að draga Houdini á tálar með því að blása til miðilsfundar til að reyna að ná sambandi við látna móður hans.
Ástralski leikarinn Guy Pearce fer með hlutverk Houdini og Catherine Zeta Jones bregður sér í hlutverk miðilsins.
ATH!Fréttin er fengin af www.mbl.is

