Kvikmyndin MacGyver?

New Line Cinema hefur undirritað samning þess efnis að þeir muni koma sjónvarpsþáttunum geysivinsælu um hetjuna MacGyver frá 9. áratug síðustu aldar, upp á hvíta tjaldið. Maðurinn á bak við seríuna sálugu, Lee Zlotoff, mun skrifa handritið, framleiða og leikstýra myndinni. Ólíklegt þykir að Richard Dean Anderson, aðalleikari þáttanna, muni snúa aftur, en hann hefur undanfarin ár leikið aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum um Stargate SG1. Þá er spurningin, hvenær kemur Hunter: The Movie?