Rowan Atkinson , maðurinn á bak við Mr. Bean, þolir ekki að leika í kvikmyndum því það gerir hann bæði æstan og óöruggan. Hann segir að kvikmyndatökur laði fram það versta í sér. „Að leika í kvikmyndum er erfitt, frekar leiðinlegt og alls ekki fyndið,“ segir Atkinsson, sem leikur í myndinni Mr Bean´s Holiday, sem er væntanleg í bíó á næstunni. „Maður verður mjög stressaður. Ég er alltaf sannfærður um að ég hafi gert eitthvað vitlaust en auðvitað kemst maður loks á það stig að maður getur ekki haldið endalaust áfram.“

