Ný þjónusta, sérstaklega tileinkuð kvikmyndaáhugamönnum, hefur nú verið tekin í gagnið. Þjónustan gengur út á að segja af öllu því helsta sem er á döfinni í heimi kvikmyndanna. Um er að ræða samstarfsverkefni Kvikmyndir.is og Landsímans.
Til að nálgast þjónustuna með VIT-inu í GSM-símanum þarf að sækja valmyndina “kvikmyndir.is” á www.vit.is. Þar er að finna upplýsingar um hvað verið er að sýna nýtt í kvikmyndahúsum, sýningar hvers kvikmyndahúss um sig, sýningartíma, stutta gagnrýni, topplista og hvað er væntanlegt á stóra tjaldið. Með því að gerast áskrifandi getur notandi fengið send SMS-skeyti í GSM-síma sinn þar sem meðal annars segir af frumsýningum, topplistum og væntanlegum kvikmyndum.

