“Þetta er í raun fáranlegt verkefni, að fylgja hlaupurum eftir á hálendi Íslands – en pælingin var að elta Þorstein Roy Jóhannsson og Andreu Kolbeinsdóttur, eftir bestu getu, “ segir Garpur Ingason Elísabetarson leikstjóri heimildarmyndarinnar Laugavegarins í samtali við kvikmyndir.is.
“Eftir miklar pælingar og hugsanir fram og til baka hvort þetta væri hægt, þá fundum við lausn á að keyra á eftir þeim í buggí bílum- eða þar sem það var hægt.”
En þetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig, að sögn Garps, hvorki fyrir hlaupara né tökufólkið því yfir hálendinu geysaði stormur með allskonar afleiðingum.
Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll miðvikudaginn 16. október klukkan 17:15. Nauðsynlegt er að skrá sig hér:
https://forms.gle/KRLRyVmWbFvfxYVf7
Myndin fjallar um Laugavegshlaupið sem er 55km leið frá Landmannalaugum í Þórsmörk og er hlaupið einu sinni á ári. Fylgst er með þeim Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur. Hlaupið gengur ekki áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlaupara né töku fólkið því yfir ...