Lionsgate leitar til Apple

Lionsgate er nú orðið 2.stúdíóið sem leyfir útgáfu myndanna sinna á iPod. Þetta mun vera stór aðgerð í baráttu þeirra gegn ólöglegu niðurhali. Tæknin leyfir fólki á auðveldan hátt að ná í mynd til að horfa á í tölvunni, iPod eða sjónvarpstengt við Apple TV. Warner, Sony og Universal hafa einnig gefið út stafræn form af myndum sínum en það er ekki hægt að horfa á þær útgáfur á iPodum.

Þetta virkar semsagt þannig að þegar þú kaupir DVD disk þá er hægt að copya á auðveldan hátt myndina yfir á iTunes forritið. Aðeins er hægt að koma einni DVD mynd yfir á eina tölvu (iTunes forrit).

Fox voru á undan Lionsgate fyrir þónokkru síðan, þeir gáfu út Die Hard 4.0 á stafrænu formi meðfram DVD útgáfunni. Í dag kemur út Hitman á stafrænu formi og og Juno kemur út næst 15.apríl. Fyrsta myndin sem Lionsgate gefur út er Rambo (einnig á Blu-Ray) og The Eye seinna á árinu.

Apple hafa einnig náð samningi við mörg stór fyrirtæki varðandi leigu á stafrænu efni og mun þessi nýjasti samningur við Lionsgate gefa þeim gríðarlegt forskot á aðra aðila hvað varðar hýsingu á stafrænu efni og mun gera þá að nokkurskonar ómissandi tjáningaraðila milli framleiðenda og neytenda í framtíðinni.