Lionsgate og Marvel ná samningum við handritshöfu

Framleiðslufyrirtækin Lionsgate  og Marvel hafa náð tímabundnum samningum við handritshöfunda í Hollywood, sem gerir þeim kleift að vinna að verkefnum sem áætlað er að komi út á næstu árum.

Þetta bindur enda á 3 mánaða verkfall margra handritshöfunda, en þeir vonast til þess að samningar við minni framleiðslufyrirtæki eins og einimtt Lionsgate og Marvel auki pressuna á stærri fyrirtækin þannig að verkfallið geti bundið enda sem fyrst. Þeir vonast nú til þess að hjólin fara aftur að snúast og eru bjartsýnir á komandi framtíð. Þessi samningur er svipaður og náðst hafa við önnur minni, sérhæfðari og sjálfstæðari framleiðslufyrirtæki, og er stórt skref fram yfir fyrir handritshöfunda.

Lionsgate framleiðir myndir eins og Rambo, The Eye, Saw 5 og þætti eins og Weeds, Mad Men og Fear Itself.