Matthew Bright leikstýrir The Manson Girls

Við greindum frá því fyrir stuttu síðan að eilífðarskinkan Lindsay Lohan muni leika Manson stelpu í myndinni The Manson Girls, sem fjallar um eins og titillinn gefur í skyn, stelpurnar í lífi morðingjans, dópistans, byttunnar og vitleysingsins Charles Manson.

Nú hefur verið greint frá því að Matthew Bright muni leikstýra myndinni, en hann hefur gert myndir eins og Freeway og Modern Vampires og ku vera ansi öflugur í hryllingsmyndageiranum. Tökur hefjast í Los Angeles nú í júlí, en myndin á að koma út árið 2011

Tengdar fréttir:

31.3.2008 – Lindsay Lohan leikur Mansonstúlku