Meet The Spartans sigrar Rambo…

Heiladauða gamamyndin Meet The Spartans virðist hafa sigrað Rambo í bíótekjum í Bandaríkjunum seinustu helgi, en aðeins naumlega.  Kemur það ekki á óvart þar sem myndir á borð við Meet The Spartans eins og Date Movie og Epic Movie virðast ávallt græða meira en nóg í bandarískum kvikmyndahúsum.


Svona líta tölurnar út fyrir seinustu helgi…

The Box-Office Top Five
#1 „Meet the Spartans“ ($18.5 million)
#2 „Rambo“ ($18.2 million)
#3 „27 Dresses“ ($13.4 million)
#4 „Cloverfield“ ($12.7 million)
#5 „Untraceable“ ($11.4 million)


Báðar myndirnar, Meet The Spartans og Rambo eru væntanegar hér á landi þann 8. febrúar 2008 en það er mögulegt að ein þeirra verði seinkuð en það kemur í ljós.