Meg Ryan og hjónabandið

Hin sykursæta Meg Ryan hefur nú lokið tökum á bæði erótíska þrillernum In The Cut og einnig boxdramanu Against The Ropes. Næst á dagskránni hjá henni er líklega rómantíska gamanmyndin Wedlock, en henni er leikstýrt af bretanum Adrian Noble. Myndin fjallar um tvo skilnaðarlögfræðinga, sem eru einnig gift. Hjónaband þeirra er að fara í súginn, og taka þau upp óvenjulegar æfingar til þess að halda því saman. Engir aðrir leikarar hafa enn verið ráðnir.