Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er soldið síðan ég sá þessa mynd síðast og það tók mig soldin tíma að bíða eftir henni, en biðin var þess virði. Aðdáendur the crypt keeper verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa eins og allar hinar.
Hún fjallar um mann að nafni Brayker með dularfulla fortíð (sem leikin er af William Sadler) sem er á flótta undan djöfli einum sem ber einungis nafnið safnarinn (leikinn af Billy Zane) og lokauppgjörið fer fram í gamalli kirkju sem er nú hótel og það eina sem allir þurfa að hafa hugann við er að endast nóttina en það reynist erfiðara en maður heldur.
Ef þú hefur gaman af hrollvekjum þá er þetta mynd fyrir þig.
Einhvern vegin geta svona algjörar b-myndir aldrei verið meira en tveggja stjörnu virði, en sem b-mynd er þessi alveg fullkomin. Maður að nafni Brayker - William Sadler úr Die Hard 2 - er á flótta undan djöfli í mannsmynd, sem kallaður er safnarinn - Billy Zane úr Titanic. Sá illi vill koma höndum yfir lykil sem Brayker hefur undir höndum, en lykillinn myndi gera illum öndum kleyft að yfirtaka heiminn... fyrirtaks söguþráður í b-mynd. Nú, vinur okkar Brayker gerir tilraun til að felast á litlu gistiheimili þar sem her karakterinn er öðrum skrautlegri. Myndin er alveg ljómandi skemmtileg og hress þó ekki sé hún gáfuleg með afbrigðum og er hún vel þess virði að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Gilbert Adler, Ernest R. Dickerson
Handrit
Kostaði
$13.000.000
Tekjur
$21.089.146
Aldur USA:
R