47 Meters Down (2017)
"No help above, no hope below"
Systurnar Kate og Lisa eru í fríi í Mexíkó þegar þær fá tilboð um að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni.
Bönnuð innan 16 ára
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Systurnar Kate og Lisa eru í fríi í Mexíkó þegar þær fá tilboð um að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni. Þær láta til leiðast en þegar trosnuð taugin sem tengir búrið við bátinn slitnar sökkva þær með því til botns. Og þá verða góð ráð dýr. Eftir að þær Kate og Lisa sökkva til botns, sem er á 47 metra dýpi, blasa við þeim nokkur mjög alvarleg vandamál. Í fyrsta lagi hafa þær ekki súrefnisbirgðir nema til mjög skamms tíma og sennilega miklu minna en nóg til að bíða eftir björgun. Í öðru lagi geta þær ekki synt beint og hratt upp á yfirborðið vegna hættu á að fá kafaraveiki. En stærsta vandamálið eru risastórir hvítir hákarlar sem hefðu sannarlega ekkert á móti því að gæða sér á systrunum við fyrsta tækifæri, þ.e. um leið og þær yfirgefa búrið og freista þess að bjarga lífinu ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur



































