Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hilary and Jackie 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. mars 1999

The true story of two sisters who shared a passion, a madness and a man.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Bresku systurnar Hilary du Pré og Jacqueline du Pré eru báðar hæfileikaríkir tónlistarmenn, Hilary leikur á flautu en Jackie á selló. Hvað varðar tónlistarlega snilld, þá var alltaf samkeppni á milli þeirra, en þó á vinalegum nótum, að hvatningu móður þeirra, píanóleikarans, sem vildi að þær næðu langt á tónlistarsviðinu. En undir vinalegu yfirborðinu... Lesa meira

Bresku systurnar Hilary du Pré og Jacqueline du Pré eru báðar hæfileikaríkir tónlistarmenn, Hilary leikur á flautu en Jackie á selló. Hvað varðar tónlistarlega snilld, þá var alltaf samkeppni á milli þeirra, en þó á vinalegum nótum, að hvatningu móður þeirra, píanóleikarans, sem vildi að þær næðu langt á tónlistarsviðinu. En undir vinalegu yfirborðinu er djúp þrá eftir því hjá báðum systrum að ná að verða betri en hin. Þrátt fyrir, eða hugsanlega að hluta til vegna þess, að yngri systirin Jackie hafði mikla sviðstjáningu, þá sígur hún fram úr eldri systur sinni, sem var meira áberandi sem barn, og verður þekkti tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Þó að þær haldi báðar áfram í tónlistinni og gifti sig báðar ( Hilary giftist Kiffer Finzi og Jackie giftist píanóleikaranum Daniel Barenboim ) þá einbeitir Hilary sér meira að heimilinu, en Jackie leggur áherslu á framann í tónlistinni. Að því er virðist furðuleg bón Jackie til Hilary skilst síðar, en samþykkt Hilary á þeirri bón, sýnir hið sanna eðli ástríks en óvenjulegs systrasambands þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Hilary and Jackie fjallar, eins og flestir vita, um lífshlaup breska sellósnillingsins Jacqueline du Pré og samband hennar við systur sína Hilary. Emily Watson og Rachel Griffiths sýna báðar stórleik sem systurnar en Watson á þó til að minna nokkuð á Bess úr Breaking the Waves. Útlitslega séð er myndin fagmannlega unnin en þó lítið um frumlega drætti. Meginástæða þess að myndin fær aðeins tvær stjörnur er að hún er á köflum tilgerðarleg og greinilegt er að framleiðendur myndarinnar gerðu ekki ráð fyrir að áhorfendur hefðu hundsvit á þeirri tónlist sem flutt var í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Úrvalsmyndin Hilary and Jackie segir sögu systranna Hilary og Jacqueline du Pré og er byggð á metsölubókinni "A Genius in the Family" eftir Hilary og bróður hennar Piers du Pré. Segja má því að sannsögulegt gildi þessarar glæsilegu og áhrifaríku myndar sé ótvírætt. Þær systur ólust upp umvafðar tónlistarást móður sinnar Iris du Pré, og hæfileikar þeirra, Jacqueline (Emily Watson) sem sellóleikara og Hilary (Rachel Griffiths) sem flautuleikara, vöktu snemma mikla athygli. Líf þeirra átti þó eftir að þróast í tvær ólíkar áttir. Hilary giftist og stofnaði kyrrlátt heimili með eiginmanni sínum, Kiffer Finzi, en Jacqueline hélt á vit alþjóðlegs frama og frægðar ásamt eiginmanni sínum, píanóleikaranum og hljómsveitarstjóranum Daniel Barenboim. Þau ferðuðust og héldu tónleika um allan heim og nutu gífurlegrar hylli. En rótleysið sem fylgdi þessum lífsstíl átti eftir að hafa neikvæð áhrif á Jacqueline sem í og með þráði þá kyrrð og festu sem systir hennar bjó við. Líf þeirra allra tók síðan algjörum stakkaskiptum þegar Jacqueline veiktist af MS-sjúkdóminum og missti hún smátt og smátt alla getu til sellóleiks. Sjúkdómurinn dró hana að lokum til dauða árið 1987, er hún var 42 ára. Þess má geta að þau Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim komu á fyrstu Listahátíðina í Reykjavík og héldu stórkostlega tónleika í Háskólabíói 30. júní 1970, tónleika sem hljóta enn að vera þeim sem sáu og heyrðu í fersku minni. Báðar aðalleikkonur myndarinnar, Emily Watson (úr hinni stórfenglegu "Breaking the Waves") og Rachel Griffiths (Divorcing Jack) voru tilnefndar til óskarsverðlaunanna 1998 fyrir besta leik kvenna í aðal- og aukahlutverki, enda sýna þær sannkallaðan stjörnuleik í margbrotnum hlutverkum. Emily Watson er stórfengleg í hlutverki Jacqueline du Pré og nær fullkomlega að túlka eðli og tónlistarhæfileika hennar, það er snilld að sjá tónlistartúlkun hennar og handarbeitingu er hún stælir þennan einstaka sellóleikara, hún nær að túlka hana meistaralega vel. Hið sama má segja um Rachel Griffiths sem er afar góð í hlutverki Hilary du Pré og er hún ekki mikið síðri en Emily Watson í tilfinningatúlkun sinni. Þessa áhrifamiklu kvikmynd má enginn kvikmyndaunnandi láta fram hjá sér fara, enda er þetta meistaralega gerð kvikmynd sem snertir alla sem hana sjá og nær að túlka tónlistarhæfileika þessara merku systra og heldur minningu sellósnillingsins Jacqueline du Pré hátt á lofti og gerir hana ódauðlega. Hún mun þekktust verða fyrir meistaralega túlkun sína á sellókonsert Elgars. Túlkun hennar á því verki mun aldrei verða leikið eftir. Ég gef "Hilary and jackie" þrjár og hálfa stjörnu og mæli ég eindregið að þeir sem hafa ekki séð þessa úrvalsmynd bæti úr því sem fyrst. Þessi mynd er stórbrotið meistaraverk um ævi merkrar og fjölhæfrar listakonu sem náði á toppinn og er þar enn þrátt fyrir hinn hörmulega sjúkdóm sem dró hana til dauða. Ekki missa af þessari mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn