The 355 (2022)
"Work together or die alone."
Þegar háleynilegt vopn lendir í höndum málaliða, þá gengur CIA leyniþjónustumaður til liðs við þrjá aðra alþjóðlega leyniþjónustumenn og saman reyna konurnar fjórar að endurheimta...
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Þegar háleynilegt vopn lendir í höndum málaliða, þá gengur CIA leyniþjónustumaður til liðs við þrjá aðra alþjóðlega leyniþjónustumenn og saman reyna konurnar fjórar að endurheimta vopnið. Á sama tíma þurfa þær að verjast dularfullri kínverskri konu sem fylgist með hverju skrefi þeirra.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Marion Cotillard var ráðinn í myndina, en hætti af persónulegum ástæðum. Í hennar stað kom Diane Kruger.
Heiti myndarinnar er tilvísun í fulltrúa 355. Það var dulnefni óþekkts kvenkyns njósnara sem barðist fyrir uppreisnarmenn í frelsisbarátta bresku nýlendnanna á austurströnd Norður Ameríku frá 1763 — 1783.
Myndin var mjög eftirsótt á markaðnum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí árið 2018. Universal Pictures borgaði 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir réttinn til að dreifa myndinni í Bandaríkjunum. Huayi Bros. borgaði sömu upphæð fyrir sambærileg réttindi í Kína. Huayi Bros. hætti síðan við allt saman vegna skattaundanskotshneykslis leikkonunnar Bingbing Fan.
Tvær Óskarsverðlaunaleikkonur leika í myndinni; Penélope Cruz og Lupita Nyong\'o; og ein Óskarstilnefnd leikkona: Jessica Chastain.
Jessica Chastain vann áður með Sebastian Stan í The Martian frá 2015 og með Edgar Ramirez í Zero Dark Thirty frá 2012, og fékk þá til að leika í kvikmyndinni.
Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum 7. janúar, 2022. Upphaflega átti að frumsýna hana 15. janúar 2021, en var frestað til 14. janúar 2022 vegna veirufaraldursins. Henni var síðan flýtt um eina viku, til 7. janúar.
Höfundar og leikstjórar

Simon KinbergLeikstjóri
Aðrar myndir

Theresa RebeckHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Freckle FilmsUS

Genre FilmsUS

FilmNation EntertainmentUS

Universal PicturesUS
DEMEI Holdings LimitedHK

CNCFR





















