Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Big Hit 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. júlí 1998

a hit...with a twist

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Í myndinni er fylgst með starfi og einkamálum leigumorðingjans Mels Smiley sem þrátt fyrir starf sitt er hið mesta ljúfmenni sem lætur alla traðka á sér. Hann er trúlofaður og á auk þess ástkonu, en báðar konurnar eru fyrst og fremst með honum peninganna vegna. Félagar hans nota hvert tækifæri sem gefst til að stríða Mel auk þess sem þeir notfæra sér... Lesa meira

Í myndinni er fylgst með starfi og einkamálum leigumorðingjans Mels Smiley sem þrátt fyrir starf sitt er hið mesta ljúfmenni sem lætur alla traðka á sér. Hann er trúlofaður og á auk þess ástkonu, en báðar konurnar eru fyrst og fremst með honum peninganna vegna. Félagar hans nota hvert tækifæri sem gefst til að stríða Mel auk þess sem þeir notfæra sér hann til hins ýtrasta, heimta t.d. oft bónusgreiðslur fyrir drápsverkefni sem Mel hefur sjálfur leyst af hendi. En fyrst reynir fyrir alvöru á vinskap þeirra félaganna þegar þeir Cisco, Crunch og Vince ræna guðdóttur atvinnurekanda síns, Paris. Þessu komast þeir þó ekki að fyrr en miklu síðar og ákveður Cisco þá að skella skuldinni á Mel. Hann hefur hins vegar um ýmislegt annað að hugsa en mislukkað mannrán því hann er að fara að hitta tengdafólk sitt í fyrsta skipti, auk þess sem hann er að laga fyrsta kjúklingaréttinn sem hann hefur matreitt og þar að auki þarf hann að sinna ýmsum málum í sambandi við væntanlegt brúðkaup sitt. Allt þetta verður til að flækja málin verulega og fá áhorfendur að fylgjast með lygilegum og hasarfengnum ævintýrum Mels.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Skemmtileg og fyndin mynd með ágætis leikurum og hasar sem er á borð við bestu myndir. En myndin er svo ólíkleg og hver gæti hugsað sér leynimorðingja sem er trúlofaður með kærustu og fellur svo fyrir Japanskri stúlku sem hann rænir með vinum sem svíkja hann ahha ég get ekki sagt meira en samt er myndin fín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart ég bjóst eki við neinu sérstöku en þetta reyndist vera þrælskemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með.

Myndin er vel leikinn og frábær svartur húmor og spennandi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rosalega sérstök blanda af hasar, stunt atriðum og offbeat húmor. Þegar ég reyni að hugsa mér einhverja mynd sem líkist þessari dettur mér ekkert í hug. Myndin fjallar um nokkra leigumorðingja og hvernig þeir lenda í vandræðum með hálfmisheppnað mannrán. Þessi mynd gengur miklu betur upp sem grínmynd heldur en hasarmynd en þannig er hún líka hugsuð. Leikararnir standa sig allir vel og söguþráðurinn sem slíkur er líka góður. Fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn