Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dobermann 1997

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
103 MÍNFranska

Hinn töfrandi glæpamaður Dobermann, sem eignaðist fyrstu byssuna þegar hann var skírður, er foringi hóps grimmra ræningja. Eftir flókið og hrottalegt bankarán, þá er lögreglan í París á hælum þeirra. Fremstur í flokki hjá löggunni er lögreglumaðurinn með kvalalostann, Christini, sem hefur aðeins eitt markmið: að ná Dobermann sama hvað það kostar.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Snilld!!! Já alger harðhausa súpa. Frönsk hasarmynd sem slær flestar Hollýwúdd ræmurnar í rot, myndin er full af missvölum karakterum sem eru ýmist ofursvalir eða sóðalegir slíspokar..... Rosalega væri ég til í framhald!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík hörmung! Að það skuli vera hægt að gera svona lélegar myndir. Í flestum myndum sem fjalla um baráttu löggu og glæpamanna gerir maður greinamun á löggunni frá bófunum. En í þessari mynd er ekki möguleiki að vita hver er hvað. Þessi mynd er hrein leiðindi frá fyrstu mínútu. Hún fjallar ekki um neitt. Maður veit ekkert afhverju "löggan" er á eftir bófunum. Þessi mynd fjallar ekki um neitt nema tilgangslaust ofbeldi og dóp. Ég gef myndinni hálfa stjörnu vegna eins prests sem er með vondu mönnunum. Hann var eini coolistinn í myndinni og þokkalega ruglaður. En á heildina litið er þessi mynd hrein hörmung og viðbjóðslega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn