Náðu í appið
Necessary Roughness

Necessary Roughness (1991)

"They just might be the biggest bunch of losers that ever became winners."

1 klst 48 mín1991

Paul Blake er 34 ára gamall bóndi sem var eitt sinn fyrsta flokks ruðningsleikmaður í miðskóla, og einn besti leikstjórnandinn í Texas.

Rotten Tomatoes35%
Metacritic45
Deila:
Necessary Roughness - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Paul Blake er 34 ára gamall bóndi sem var eitt sinn fyrsta flokks ruðningsleikmaður í miðskóla, og einn besti leikstjórnandinn í Texas. Paul neyddist til að draga sig í hlé þegar faðir hans lést, til að sinna bóndabæ fjölskyldunnar. Núna, eftir 16 ára fjarveru, þá er hann dreginn aftur í boltann af fyrrum þjálfara sínum Wally “Rig” Riggendorf. Nýbúið er að ráða Rig sem aðstoðarþjálfara Ed Gennero, sem Texas State háskólinn réð til að snúa við gengi The Texas State Armadillos - liði sem lenti á skilorði vegna spillingar, og formaður skólans vill fá að sjá skjótan árangur hjá liðinu. Liðið sem Gennero og Rig setja saman samanstendur af herskáum aðdáanda herforingjans Schwarzkopf, eðlisfræðikennara, bardagalistamanni að nafni Eric “Samurai” Hansen, Andre Krimm, og kvenkyns spyrnumanni að nafni Lucy Draper. Á vellinum þá gerir Paul sitt besta til að komast í form, á meðan hann þarf að aðlagast þeirri vandræðalegu hugsun að vera kominn aftur í háskólalið á gamalsaldri. Paul laðast að prófessor í blaðamennsku, Suzanne Carter. Paul og Gennero, þurfa einnig að fást við skólastjórann Philip Elias, sem vill leggja niður fótboltaliðið, og liðið stefnir nú að því nær ómögulega markmiði að vinna amk. einn leik á tímabilinu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Rick Natkin
Rick NatkinHandritshöfundur
David Fuller
David FullerHandritshöfundur

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Paramount PicturesUS