Náðu í appið
Rogue Trader

Rogue Trader (1999)

"He'll risk everything to beat the system!"

1 klst 41 mín1999

Hinn metnaðarfulli Nick Leeson er staðráðinn í að ná langt í lífinu og verða annað og meira en bara venjulegur bankastarfsmaður.

Deila:
Rogue Trader - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Hinn metnaðarfulli Nick Leeson er staðráðinn í að ná langt í lífinu og verða annað og meira en bara venjulegur bankastarfsmaður. Þegar vinnuveitendur hans við Barings Bank, bjóða honum að fara til Jakarta til að vinna verkefni sem enginn annar vill taka að sér, þá grípur hann tækifærið fegins hendi. Í Jakarta hittir hann og giftist Lisa og þau fara saman til Singapore, þegar bankinn býður honum starf við að setja upp afleiðuviðskiptadeild. Til að spara peninga þá leyfir bankinn Nick að stjórna bæði viðskiptagólfinu og bakvinnslunni, og neyða hann til að ráða til sín ódýrt og illa menntað starfsfólk. Fyrsta ár hans í miðlun gengur mjög vel og hann græðir háar fúlgur fjár fyrir bankann, jafnvel þó að hann hafi brotið reglur í verðbréfamiðlun og falið tapið á laun. Hann fær nú meira frelsi til athafna, meiri peninga ofl., og nú fer Nick að tapa peningum og reynir aftur að vinna það til baka með vafasömum viðskiptum, en núna tekst honum ekki að bjarga málunum. Eftir að barn hans deyr í móðurkviði, þá missir Nick alla stjórn og tekur meiri áhættu en áður með peninga annars fólks, sem leiðir til algjörs fjárhagslegs hruns og gjaldþrots bankans.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

James Dearden
James DeardenLeikstjóri
Nick Leeson
Nick LeesonHandritshöfundurf. -0001

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Granada ProductionsGB