Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Boys Don't Cry 1999

Frumsýnd: 5. maí 2000

A true story about finding the courage to be yourself.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Hilary Swank fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki og Chloë Sevigny var tilnefnd til verðlauna fyrir leik í aukahlutverki.

Margverðlaunað sannsögulegt meistaraverk um bandaríska unglingsstelpu sem lifði lífi sínu sem strákur með hræðilegum afleiðingum. Hilary Swank hefur fengið öll virtustu verðlaun heims fyrir túlkun sína á Teena Marie Brandon, m.a. Besta leikkona ársins hjá National Board of Review, Los Angeles Film Critics, New York Film Critics Circle, Boston Film Critics að... Lesa meira

Margverðlaunað sannsögulegt meistaraverk um bandaríska unglingsstelpu sem lifði lífi sínu sem strákur með hræðilegum afleiðingum. Hilary Swank hefur fengið öll virtustu verðlaun heims fyrir túlkun sína á Teena Marie Brandon, m.a. Besta leikkona ársins hjá National Board of Review, Los Angeles Film Critics, New York Film Critics Circle, Boston Film Critics að ógleymdum Óskarsverðlaunum sem best leikkona ársins í aðalhlutverki.... minna

Aðalleikarar


Þetta er hreinlega með betri myndum sem ég hef séð. Fyrri hluta myndarinnar var ég svolítið ringluð og áttaði mig ekki aleg á persónunum en í seinni hlutanum small þetta allt saman. Einn helsti kostur myndarinnar finnst mér þó vera sá að hún situr svo eftir í manni. Maður fer ekkert heim úr bíó og sofnar alveg strax eftir þessa mynd. Swank er stórkostleg svo og aðrir leikarar myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vissi sáralítið um þessa mynd þegar ég sá hana en hafði heyrt sérdeilis magnaðar lýsingar. Myndin fór þó afskaplega rólega af stað og það munaði ekki miklu að ég hefði hreinlega hætt að horfa á hana. En það er óhætt að segja að myndin hafi farið stöðugt batnandi og ég átti hreinlega ekki orð þegar hún var búin. Þessi mynd skilur mikið eftir sig en þar sem mér þótti hún óþarflega langdregin í byrjun gef ég henni ekki meira en þrjár stjörnur en annars hefði ég sennilega gefið henni hálfa til viðbótar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint stórkostleg kvikmynd sem kom mér umtalsvert á óvart. Hér er fjallað um sannsögulega og ótrúlega lífssögu Teenu BrandonBrandon Teena sem er hreint meistaralega túlkuð af leikkonunni Hilary Swank, enda hlaut hún óskarinn fyrir sem besta leikkona í aðalhlutverki 1999, og verðskuldaði það. Teena Brandon er kona sem er ekki sátt við sjálfa sig og leitar að sinni innri manneskju og sjálfstrausti með því að breyta sér í karlmann, Brandon Teena. Hannhún verður vinsæll í litlu þorpi í Nebraska þar sem hannhún kemur sér í strákahópinn og hengur á barnum með þeim, fer á brimbretti og gerir allt annað það sem strákar vilja helst gera. Hannhún verður ástfanginn af fegurðardís staðarins Lönu og gengur allt í haginn í lífi sínu sem vinsælasti strákurinn í bænum. Lana verður hugfanginn af honum vegna þess hversu húnhann er ástríkur, hugljúfur og heillandi og öðruvísi karakter en hinir strákarnir. En allt þetta breytist er veröld Brandons hrynur á einni nóttu er uppgötvast að hann er í raun stelpa, og að flett hefur verið ofan af leyndarmálinu sem húnhann býr yfir um kynferði sitt og leiðir það til hörmulegrar atburðarásar fyrir Brandon TeenaTeena Brandon, sem í einu vetfangi missir lífsgrundvöll sinn. Vel uppbyggð og útfærð kvikmynd sem er í senn vel leikstýrð, byggð á góðu handriti, með góðri myndatöku og síðast en ekki síst meistaralegum leik aðalleikkvennanna. Chloe Sevigny er stórkostleg í hlutverki Lönu, stelpunnar sem Brandon verður hrifinn af og lendir í hörmulegri stöðu við uppgötvun kynferðis hans. Hún hlaut enda tilnefningu til óskarsverðlaunanna sem besta leikkona í aukahlutverki og verðskuldaði það svo sannarlega með afar góðri túlkun sinni. En stjarna myndarinnar er eins og fyrr sagði, Hilary Swank sem hér vinnur mikinn og verðskuldaðan leiksigur og er hreint ótrúleg í túlkun sinni og skapar eftirminnilega og ógleymanlega persónu. Hún lifði í mánuð sem strákur til að undirbúa sig undir hlutverkið; það er hreint ótrúlegt að sjá hana í karlhlutverkinu og skynja það að það er kona sem leikur hlutverkið, það er einfaldlega ekki hægt að sjá að það er kona sem leikur hann, svo fantagóð er túlkun hennar. Það er því engin furða að bandaríska kvikmyndaakademían hafi verðlaunað hana með óskar sem besta leikkona liðins árs. Það var varla hægt að gera upp á milli hennar og Annette Bening í "American Beauty" en ég er ekki hissa á að Hilary skuli hafa verið valin. Ég gef "Boys Don´t Cry" hiklaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla kvikmyndaunnendur. Það verður enginn svikinn af því að kynna sér ótrúlega lífssögu Brandon TeenaTeena Brandon og að upplifa hreint meistaralega túlkun Hilary Swank á hennihonum. Hiklaust mest vanmetnasta kvikmynd ársins 1999, hún er gott dæmi um að af litlu kemur oft margt stórt
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög vönduð sannsöguleg mynd byggð á ævi stúlkunnar Teena Brandon, en hún átti í sálfræðilegum erfiðleikum í tengslum við kynferði sitt og dulbjó sig sem karlmaður meiri hluta ævi sinnar með skelfilegum afleiðingum. Hilary Swank hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Teenu og er það vel skiljanlegt, megnið af myndinni er hún mjög trúanlegur sem karlmaður (að vísu ekki mjög karlmannslegur) og er það afrek út af fyrir sig. Chloe Sevigny stendur sig ekki mikið síður í hlutverki stúlku sem Teena verður ástfanginn af, þessi áður lítt þekkta leikkona býr yfir einhverjum passívum sjarma sem er erfitt að lýsa með orðum og á eflaust eftir að gera fleiri góða hluti í framtíðinni. Innihald myndarinnar er merkilegt fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi vekur það upp spurningar eins og hversu stórt hlutverk kynferði spilar í sjálfsímynd fólks. Einnig má ekki gleyma að hér er um að ræða raunverulega atburði og þó að sannsögulegar kvikmyndir gefi aldrei mjög nákvæma eftirlíkingu af raunveruleikanum er þetta saga sem á virkilegt erindi á hvíta tjaldið. Það verður að segjast eins og er að þetta er alls ekki þægileg mynd og afar ólíkleg til þess að lækna þunglyndi hjá nokkrum manni, en enga að síður mæli ég sterklega með þessari fyrir þá sem hafa ekkert á móti ásæknum og átakanlegum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn