Náðu í appið
Cherry Falls

Cherry Falls (2000)

"lose your innocence - or lose your life"

1 klst 32 mín2000

Hér er á ferðinni frábær hrollvekja á gamansömum nótum.

Rotten Tomatoes63%
Deila:
Cherry Falls - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hér er á ferðinni frábær hrollvekja á gamansömum nótum. Myndinni hefur verið líkt við Scream og American Pie. Hún gerist í rólega smábænum Cherry Falls. Þegar þrjár ungar námsmeyjar menntaskólans eru drepnar á hrottalegan hátt hleðst spennan up. Stelpurnar áttu allar eitt sameiginlegt, þær voru hreinar meyjar. Bæjarfógetinn Brent Marken kallar til bæjarfundar til að ræða þessi hrikalegu morð. Fundurinn leysist upp í algjöra vitleysu og mitt í allri ringulreiðinni er fjórða ungmennið drepið með köldu blóði. Brent gerir allt til að vernda dóttur sína, Jody (Brittany Murphy) enda hefur hann sínar grunsemdir um hver morðinginn er og það sem meira er, hann telur víst að dóttir sín sé enn óspjölluð eða hvað! Nemendur menntskólans ákveða síðan að halda heljarinnar svallveislu þar sem allir eiga að afmeyjast en svo virðist sem morðinginn ráðist bara á óspjallaðar ungar meyjar. Sem sagt, þú verður að afmeyjast, eða drepast ella.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Geoffrey Wright
Geoffrey WrightLeikstjóri
Celia Lovsky
Celia LovskyHandritshöfundur

Gagnrýni notenda (2)

★☆☆☆☆

Ótrulega slöpp mynd sem á ekki skilið að verða sínd í bíó. Ílla leikinn lélegt handrit og bara öll áferðinn er léleg með sama pening og þessi mynd var gerð hefði maður getað gert...

Framleiðendur

Industry Entertainment PartnersUS
Rogue PicturesUS
Fresh Produce Company
October FilmsUS