Náðu í appið
Öllum leyfð

Í skóm drekans 2002

(In the Shoes of the Dragon)

Frumsýnd: 31. október 2002

Hún hefur hvorki gaman af börnum né útivist...

94 MÍNÍslenska
Myndin hlaut Edduverðlaunin árið 2002 fyrir bestu heimildarmyndina

Það var á ári drekans (2000) sem Hrönn fær þá flugu í kollinn að gera heimildamynd um fegurðarsamkeppni því eins og svo margir þá velti hún því fyrir sér hvað fólk gerði sem tæki þátt í slíkri keppni, þ.e. hvernig það færi að því að „keppa“ í fegurðinni. Eina leiðin til að komast að því er náttúrulega að kynnast því af eigin raun.... Lesa meira

Það var á ári drekans (2000) sem Hrönn fær þá flugu í kollinn að gera heimildamynd um fegurðarsamkeppni því eins og svo margir þá velti hún því fyrir sér hvað fólk gerði sem tæki þátt í slíkri keppni, þ.e. hvernig það færi að því að „keppa“ í fegurðinni. Eina leiðin til að komast að því er náttúrulega að kynnast því af eigin raun. Hún skráir sig til keppni í „nýrri“ fegurðarsamkeppni og tekur fljótlega stefnuna á sigur, því eins og hún segir sjálf, „aðalatriðið er ekki að vera með heldur að vinna“. Það þýðir að gera allt sem í hennar valdi stendur til að skilja hvernig á að skora stigin og leggja það á sig sama hvað. Inn í þetta dragast allir hennar nánustu; foreldrar, vinkonur og að ógleymdum kærastanum sem auðvitað öll hafa sínar skoðanir á gangi mála. ... minna

Aðalleikarar


Ég viðurkenni fúslega að væntingar mínar fyrir þessa mynd voru ekki miklar þar sem ''heimildarmynd um fegurðarsamkeppni'' er ekki eitthvað sem hljómar spennandi í mínum eyrum, en hún endaði með því að koma mér nokkuð á óvart. Hrönn Sveinsdóttir er hér í aðalhlutverki og tilurð myndarinnar má rekja til þess að henni langaði að gera mynd um það hversu fáránlegt fyrirbæri fegurðarsamkeppnir eru. Hún skráði sig því í keppnina Ungfrú Ísland.is og lét myndavél fylgja sér hvert sem hún fór meðan á öllu ferlinu stóð. Sem heimildarmynd hefur Í Skóm Drekans ekki mikið gildi, ég veit að minnsta kosti ekkert um fegurðarsamkeppnir núna sem ég vissi ekki fyrir. Hrönn hefur líka sjálf mikil áhrif á umhverfið og aðstæðurnar sem koma upp í myndinni svo að það er ekki hægt að halda því fram að þarna sé verið að lýsa einhverjum raunveruleika sem hefði orðið hvort sem myndin hefði verið gerð eða ekki. Aftur á móti hefur myndin mikið afþreyingargildi og ég kýs að líta á hana frekar sem einhvers konar 90 mínútna langan raunveruleika-sjónvarpsþátt, því sú lýsing er mun nærri því hvað hér er um að ræða. Mikið umtal hefur verið í kringum myndina síðastliðna mánuði vegna lögbanns sem fengið var á hana, þar sem margir sem koma fram í myndinni vissu ekki að verið væri að mynda þá í þessum tilgangi. Eftir að hafa séð myndina get ég ekki séð neina ástæðu fyrir þessu lögbanni nema það að fólki hafi einfaldlega sárnað að vera sagt ósatt um tilgang myndavélarinnar, sem ég get svosem skilið. Maður þarf nú samt að vera pínulítið tregur til þess að trúa því að myndavél sem lítur út fyrir að kosta hálfa milljón og fylgir manneskjunni hvert einasta fótmál sé á staðnum til að taka upp fyrir fjölskyldusafnið. Burtséð frá öllu þessu er hér um að ræða mjög skemmtilega mynd. Sérstök ástæða er til að hrósa klippingu og hljóðvinnslu. Það fór reyndar í taugarnar á mér þegar ég sá myndina í Háskólabíói að hún þakti aðeins um helming tjaldins, en ég ætla ekki að sakast um það við myndina sjálfa. Í stuttu máli er Í Skóm Drekans frábært framtak og sýnir að hér er hæfileikaríkt fólk á ferðinni. Ég hlakka til að sjá hvað þau gera næst...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð heimildarmynd á ferðinni þarna, skemmtilegur karakter þessi Hrönn.Kom mér alveg rosalega á óvart, því að flestar heimildarmyndir eru crap, ekki það að ég fíli ekki heimildarmyndir bara erfitt að fá þær til að virka rétt. En þessi hefur það flest ef ekki allt. Flottar klippingar komu mér á óvart, mjög óvænt. En annars þá finnst mér að allir ættu að sjá þessa mynd(ég segi þetta við vini mína líka).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú bara frábær mynd í einu orði sagt.

Ég bjóst ekki við miklu þér ég fór á myndina.

Ég verð nú bara að sega þetta er besta heimildarmynd sem ég hef séð. Hún er fyndin og hefur allt sem þarf til að vera frábær mynd.

Ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? NeiHeimildamynd Hrannar og Árna kom skemmtilega á óvar, allur fréttaflutningu af henni í kringum lögbannið gaf til kynna að þarna væri á ferðinni einhver áróðursmynd gegn fegurðasamkeppnum. En myndin sýnir á mjög heiðarlegann hátt hvernig innra starf fegurðasamkeppni fer fram en fyrst og fremst hvernig áhrif hún hefur á Hrönn.

Í skóm drekans fjallar um ferðalag sem Hrönn fer í þegar hún kemst inn í keppnina Ungfrú Ísland.is, og hvernig tilgangurinn við að taka þátt í keppninni breytist úr því að vera bara með til að gera heimildamynd, í það að hún sogast inn í að keppnina sjálfa og tilganginn sem svona keppni þjónar. Að vera sætust ! Myndin sýnir á mjög sympatískann hátt hvernig ferlið fer af stað og hvernig markaðshyggjan gleypir ímynd Hrannar af sjálfri sér í eitthvað úrkynjað fegurðadrottninga - ímynd... Hrönn reynir að vera töffarinn sem hún birtist manni í upphafi, en dregst smátt og smátt í metnaðafulla samkeppni um að vera nr. 1. Í myndinni kemur fram ádeila á fegurðasamkeppnir (enda kominn tími til ! ) en er jafnframt mjög fyndin og laus við alla tilgerð. Hlutverk foreldra hennar og vina, í myndinni er mjög skemmtilegt, þau spila inn mjög fyndna hlið í heildarmyndinni.Ég mæli sterklega með myndinni, hún er að mínu mati í flokki betri heimildamynda sem hafa verið gerðar á Íslandi í langann tíma.Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn