Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hot Chick 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. janúar 2003

The hottest chick in town just switched bodies with the luckiest loser in the world.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Jessica Spencer er flottasta og vinsælasta stelpan í miðskóla. Jessica og besta vinkona hennar, April, og tvær aðrar skutlur, Lulu og Keecia, fara í verslanamiðstöðina til að versla. Þær koma inn í nýaldarbúð, þar sem þær prófa eldgamla eyrnalokka. Jessica veit ekki að þetta eru töfraeyrnalokkar frá hinni fornu Abysinia. Prinsessan Nawa var ósátt við... Lesa meira

Jessica Spencer er flottasta og vinsælasta stelpan í miðskóla. Jessica og besta vinkona hennar, April, og tvær aðrar skutlur, Lulu og Keecia, fara í verslanamiðstöðina til að versla. Þær koma inn í nýaldarbúð, þar sem þær prófa eldgamla eyrnalokka. Jessica veit ekki að þetta eru töfraeyrnalokkar frá hinni fornu Abysinia. Prinsessan Nawa var ósátt við fyrirfram skilgreint brúðkaup, og skipti um líkama við þrælastúlku, með því að setja upp eyrnalokkana. Þar sem eyrnalokkarnir eru ekki til sölu, þá stelur Jessica þeim. En daginn eftir þá vaknar hún í líkama karlmannsaula á fertugsaldri, Clive, atvinnuglæpamanns. Clive er í staðinn kominn í líkama Jessica. Núna þarf Jessica, í líkama Clive, að reyna að fá líkama sinn aftur, á meðan Clive, í líkama Jessica, notfærir sér nýja líkamann til hins ítrasta til að ræna sem mestu, þannig að sökin falli öll á Jessica .... minna

Aðalleikarar


Hot Chick er ein af mörgum gamanmyndum sem kvikmyndafyrirtækið Happy Madison hefur sent frá sér, og verð ég að viðurkenna að hún er alveg stórgóð skemmtun. Rachel McAdams leikur skólastelpu sem lifir lífi sínu í háskóla. Hún á sætan kærasta, góða vini og líf hennar gæti ekki verið betra. Hún fer í skartgripabúð eina og sér eyrnalokka sem vekja áhuga hennar. Þegar hún fattar að hún hefur ekki efni á þeim, ákveður hún in desperation að stela þeim. Þegar hún er á bensínstöð einni að angra aðstoðarmanninn, missir hún einn eyrnalokkinn sem hann tekur. Og þau setja upp eyrnalokkana bæði á sig. Næsta morgun vaknar hún upp eins og vanalega, en þegar hún sér sig í speglinum kemst hún að því að hún er kominn með líkamann af bensínafgreiðslumanninum, og hann hennar líkama. Ætla ekki að segja meir um söguna. Myndin er mjög fyndin og gæti alveg flokkast undir sem ein af betri myndum sem Happy Madison hefur sent frá sér. En tek það samt fram að þessi mynd er tóm þvæla, sem er samt hægt að skemmta sér vel yfir. Rob Schneider sem sýndi algjöra snilldartakta í myndum eins og Deuce Bigalow og Animal, er alveg meiriháttar og er þetta örugglega ein skemmtilegasta frammistaða hans í bíómynd. Anna Faris, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í Scary Movie myndunum, kemur skemmtilega á óvart og gaman að sjá hana loksins í annarri gamanmynd en Scary Movie. Hot Chick er mynd sem þú verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Horfði bara á þessa mynd í gamni mínu, og þvílíkt gaman sem það var. Held að margir hafi séð trailerinn af myndinni(var auglýst mikið á sínum tíma), en myndin fjallar um Kaptein klappstýruliðsins sem er fullkomin tík. Fyrir einskæra óheppni atvikast það svo að hún skiptir um líkama við einhvern smákrimma(Rob Schneider) og myndast við það fullt af skemmtilegum og oft á tíðum sprenghlægilegum atriðum. Stelpan áttar sig á því hversu mikil tík hún hefur verið og þarf að gleypa (tíkar)stoltið til að geta snúið þessu aftur til baka.


Myndin verður aldrei væmin, heldur er hún með smá grófum húmor ala Schneider. Ég mæli hiklaust með þessari mynd ef þig vantar að fylla tómið með skemmtilegti mynd. Frumskilyrði fyrir því að hafa gaman af myndinni er að þola Rob Schneider(held að það geri ekki allir) og að vera reiðubúinn að slökkva á núðlunni í 90 mínútur eða svo.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég læt þrjár og hálfa duga þetta er nú samt mynd sem að ég get horft á aftur og aftur karl og kona skipta óvart um líkama verður það klúður eða kannski bara allt í lagi eða kannski frábært það veit maður ekki nema að horfa á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd vera algjör snilld!!! ég mæli með henni. Eins og aðrir sem sáu í myndini var þetta dálítið erfitt hlutverk fyrir Rob... og mér fannst hann standa sig með prýði:)

Þessi leikari er snilldin sjálf og mæli gjörsamlega með henni..


Takk fyrir...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg frábær. Ég hló alla myndina.

Rob schneider leikur alveg frábærlega vel og nær þessum stelpustælum svo vel
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn