Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Biker Boyz 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Survival of the fastest.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Sagan af Manuel Galloway, einnig þekktur sem The King of Cali, forseta mótorhjólaklúbbs, en allir meðlimir eru blökkumenn, og þá aðallega skrifstofumenn sem fara úr jakkafötunum á kvöldin og skipta þeim út fyrir leðurjakka og buxur og mótorhjólahjálma. Manuel á að keppa í árlegum kappakstri í Fresno, þar sem hann ætlar að verja meistaratitil sinn.

Aðalleikarar


Jæja þá er komið að því Biker Boyz til höfuðs The Fast and the Furious Áætluð til sýningar í lok janúar í BNA Myndinni er beint að underground kappakstri, flottum AirBrush myndum og miklum tækifærum fyrir ýmiskonar brjáluð áhættuatriði. Myndin er einskonar nútíma Vestri á hjólum. Hjólararnir eru lögmenn og skrifstofu blækur á daginn sem breytast í ökuþóra næturinnar er skyggja fer. Laurence Fishburne leikur Smoke óumdeilanlegan meistara og The King of Cali en er undir stöðugri ógn yngri ökumanna Söguþráðurinn er frekar þunnur og væmin en þó eru ýmsir þekktir leikarar sem taka þátt sem og Eric la Salle (ER), Lisa Bonet (Enemy of the state), og að vísu ástæða fyrir áhyggum Kid Rock. En þar sem þetta er framleitt af einu af stærri kvikmyndaverunum og aðalagið er einskonar Rock/Hip Hop er von til þess að við getum farið að gleyma Stone Cold og/eða Silver dream Racer með David Essex Til Baka
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Biker Boyz er fín ræma í anda Fast and the furius en í stað bíla eru notuð æðisgengin mótorhjól.

Myndin er cool á því lengur engin vafi enda menn eins og Lawrens Fishburn ekkert að þvælast að óþörfu inn í lélegar myndir, hvað þá til þess að leika eitt af aðalhlutverkunum.

Myndin fjallar um strák sem missir föður sinn í mótorhjólaslisi en hann kennir einmitt þeim besta í bransanum um dauða föður síns og heitir því að vinna hann í kappakstri.

Góð tónlist, flottar gellur, leður og mótorhjól hvað þarf ég að segja meira.

Alveg þess virði að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn