Aðalleikarar
Sumar myndir eru einfaldlega lélegar og leiðinlegar, illa leiknar og tilgangslausar. View from the top er ein af þessum myndum. Myndin fjallar um smábæjarstelpuna Donnu Jensen (Gwyneth Paltrow) sem dreymir um að komast burt bænum og upplifa ameríska drauminn. Hún ákveður að gerast flugfreyja og ræður sig á lítið og ómerkilegt flugfélag. En hugurinn stefnir hærra og Donna vill komast til stærri flugfélaga og vinna í millilandaflugi. En til þess þarf hún að komast í skóla og skráir sig í flugfreyjuskóla Royal flugfélagsins. Með henni fara vinkonur hennar Christine (Christina Applegate) og Sherry (Kerry Preston). Þessi mynd er afspyrnu leiðinleg. Hún er í raun ekki um neitt. Samtölin eru hallærisleg og hver persónan á fætur annarri er ómerkilegri. View from the top er mynd sem ber að varast.
Ég held að Gwyneth Paltrow ætti að nota þetta view from the top til þess að fara yfir ferilinn sinn því hann er á niðurleið með þessari mynd. Hún er þó ágætis leikari og það er ekki undan því að kvarta en myndin engu að síður var ekki það sem ég bjóst við. Ég bjóst við góðri grínmynd en þess í stað gekk ég út af hálf dramatískri brosmynd. Hún fékk mann nánast aldrei til þess að brosa sínu breiðasta en kom þó með eitt og eitt gott skot frá meistara grínsins, Mike Miers sem þó hefur ekki fengið að vera með puttana nægilega mikið í handritinu. Myndin má þó eiga það að hún hélt manni við efnið allan tímann og manni leiddist ekki yfir áhorfinu.
Bíðið bara eftir að hún komi á video þið eruð ekki að missa af miklu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$250
Vefsíða:
www.miramax.com/movie/view-from-the-
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. maí 2003
VHS:
10. september 2003