Náðu í appið
Kalli á þakinu

Kalli á þakinu (2002)

Karlsson på taket

1 klst 17 mín2002

Það er ekki auðvelt að vera lítill strákur og eiga vin sem enginn trúir að sé til í raun og veru.

Deila:
Kalli á þakinu - Stikla

Söguþráður

Það er ekki auðvelt að vera lítill strákur og eiga vin sem enginn trúir að sé til í raun og veru. Það fær Brói litli að reyna þegar hann kynnist Kalla á þakinu, skrýtnum karli sem á hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu svo hann getur flogið um eins og fugl. En svo gerast ósköpin. Einhver kemur auga á Kalla á flugi og stórfé er heitið þeim sem getur upplýst ráðgátuna um þennan dularfulla, fljúgandi furðuhlut. Þegar tveir skuggalegir náungar, sem svífast einskis til að komast yfir verðlaunaféð, brjótast inn til Bróa til að handsama Kalla eru góð ráð dýr. En Kalli á þakinu hefur reyndar ráð undir rifi hverju.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Astrid Lindgren
Astrid LindgrenHandritshöfundur
Vibeke Idsøe
Vibeke IdsøeHandritshöfundurf. -0001

Gagnrýni notenda (1)

Þessi glæsilega teiknimynd er um lítin strák sem býr á þaki og lendir í mjög mörgum ævintýrum. Þetta er góð fjölskyldum mynd, þið munið ekki sjá eftir að hafa séð þessa mynd.